Ný heimasíða

Við hjá Stoð verkfræðistofu ehf. höfum tekið í notkun nýja og betrumbætta heimasíðu. Heimasíðan hefur verið endurskipulögð og gerð notendavænni fyrir tölvur, spjaldtölvur og farsíma. Hönnun og uppsetning var unnin af Ólínu Sif hjá ÓLÍNA design. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir gott og farsælt samstarf. Heimasíðan er í stanslausri þróun - við fögnum öllum ábendingum á stod@stodehf.is.

Continue ReadingNý heimasíða

Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar

Í október efnir BIM Ísland, sem Stoð verkfræðstofa er aðili að, til ráðstefnu sem ber heitið Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar – og er fyrir alla þá er koma að mannvirkjagerð á öllum stigum ferlisins. Ráðstefnan var einnig haldin í maí 2023 – sem þeir Hallgrímur Ingi, Þórður Karl, Sigurður Óli og Magnús Freyr sóttu. Við tökum að sjálfsögðu þátt í ár og sendum fulltrúa, enda stafræn tækni vaxandi þáttur í hönnun og mannvirkjagerð.

Continue ReadingDagur stafrænnar mannvirkjagerðar

Sumarstarfsmaður og áframhaldandi samstarf

Við fengum góðan liðsstyrk í sumar hjá Ester Maríu Eiríksdóttur, sem er á lokametrum í B.Sc. námi í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ester stóð vaktina með prýði, og kom bæði að hönnun og mælingum. Hún hefur gefið kost á sér í áframhaldandi samstarf og verður okkur innan handar í vetur.

Continue ReadingSumarstarfsmaður og áframhaldandi samstarf