Ester María byggingartæknifræðingur

Við hjá Stoð verkfræðistofu erum virkilega stolt af Ester Maríu okkar, sem útskrifaðist um helgina frá Háskólanum í Reykjavík, sem byggingartæknifræðingur með frábæran námsárangur. Lokaverkefni hennar var að hanna og prófa nýja tengingu sem gæti nýst við byggingu forsteyptra mannvirkja, þá sérstaklega við byggingu landstöpla brúa, eins og segir í útdrætti rannsóknar hennar sem hægt er að kynna sér hér: Lokaverkefni: „Skoðun á tengingum milli forsteyptra stöpuleininga“ | Skemman