Stoð verkfræðistofa

Við sérhæfum okkur í fjölbreyttum verkefnum verkfræði og mannvirkja

Okkar markmið er að vera hagkvæmur og traustur samstarfsaðili. Því leggjum við okkur ætíð fram um að uppfylla væntingar viðskiptavinarins og að hagkvæmni sé gætt við lausn verkefna.

Þjónusta

Við höfum hæfa starfsmenn og fullkominn tækjabúnað

Hönnun bygginga, gatna og veitukerfa

Skipulagsverkefni, mælingar og landskipti

Verkeftirlit, ráðgjöf og verkefnastjórn

Kostnaðar- og þarfagreiningar

Innanhúshönnun og rýmisgreind

Skönnun með alstöð, drónamælingar og hitamyndatökur

Öskudagur

Það var líf og fjör á stofunni í vikunni...

Á dögunum birtist frétt í Bændablaðinu um nýtt fjárhús í Önundarfirði. Með leyfi Ástvaldar Lárussonar fréttamanns birtum við fréttina og mynd sem …

Ester María Eiríksdóttir, starfsmaður Stoðar verkfræðistofu, útskrifaðist með frábæran námsárangur í byggingartæknifræði um helgina. Lokaverkefni hennar......

Starfsfólk

Starfsmenn Stoðar búa yfir verðmætri þekkingu og reynslu

Mælingar. byggingarreitur, vegagerð, magntaka, aðaluppdráttur, burðarvirkis- og lagnauppdrættir. Sjá meira...

Deiliskipulag unnið af Stoð verkfræðistofu 2022 er enn í gildi. Sjá meira...

Aðaluppdráttur, burðarvirki, lagnir og verkefnastjórn 2021 - 2023. Sjá meira...

Kort

Stoð verkfræðistofa hefur yfir að ráða hugbúnaði og mælitækjum til landupplýsingavinnslu og kortagerðar.

Frá 1996 hefur stofan unnið að uppbyggingu landupplýsingakerfis og viðhaldi kortagrunna í Skagafirði og nágrenni. Á síðari árum hefur einnig verið viðhaldið gögnum fyrir Blönduósbæ og Skagaströnd.

Skagafjörður
Kortasjá

Skagaströnd
Kortasjá

Húnabyggð
Kortasjá

Kortasjá
Loftmynda ehf.

Um Stoð

Í hjarta Sauðárkróks frá 1988

Verkfræðistofan hefur verið starfandi á Sauðárkróki óslitið frá 1988 og á rætur að rekja til ársins 1985. Stofan hefur sérhæft sig í fjölbreyttum verkefnum verkfræði og mannvirkja og aðallega sinnt þjónustu á Norðurlandi vestra.

Helstu verkefni hafa verið á sviði hönnunar og framkvæmda, auk ýmissa ráðgjafastarfa fyrir opinbera aðila og einstaklinga.

Á síðustu árum hafa skipulagsmál verið vaxandi þáttur í starfseminni.

Hvað getum við gert fyrir þig?

Þjónustu- og verkefnalistinn hér á síðunni er ekki tæmandi, svo endilega ekki hika við að hafa samband þó þú finnir ekki nákvæmlega það sem þú leitar að. Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni á sviði verkfræði og mannvirkja.