Neðri-Ás 2 - Hesthús og reiðhöll

Á Neðra-Ási 2 í Hjaltadal hefur verið tekið í notkun hesthús með 32 rúmgóðum stíum og sambyggðri reiðhöll, fóðuraðstöðu, hnakkageymslu, þvottaaðstöðu, kaffi- og setustofu. Byggingin er 1931 m² að flatarmáli með steyptum haughúskjallara, en yfirbygging úr límtrésrömmum, klædd með stálsamlokueiningum sem einangraðar eru með steinull.

Stoð verkfræðistofa annaðist landmælingar, gerð afstöðumyndar, hannaði vegtengingu og plön umhverfis húsið, útbjó verðkönnunargögn og gerð kostnaðaráætlunar.

Aðalhönnun byggingarinnar var í höndum Stoðar í samstarfi við Magnús Frey Gíslason arkitekt. Stoð sá einnig um hönnun steyptra burðarvirkja, en Límtré Vírnet um hönnun yfirbyggingarinnar. Fráveitu-, hita- og neyslulagnir voru hannaðar af Stoð en Gísli Árnason sá um raflagnahönnun.