Ný heimasíða
Við hjá Stoð verkfræðistofu ehf. höfum tekið í notkun nýja og betrumbætta heimasíðu. Heimasíðan hefur verið endurskipulögð og gerð notendavænni fyrir tölvur, spjaldtölvur og farsíma. Hönnun og uppsetning var unnin af Ólínu Sif hjá ÓLÍNA design. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir gott og farsælt samstarf. Heimasíðan er í stanslausri þróun - við fögnum öllum ábendingum á stod@stodehf.is.