Tillaga að deiliskipulagi fyrir Borgarmýri 1 og 1A
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 33. fundi sínum þann 18. desember 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Borgarmýri 1 og 1A, Sauðárkróki í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagstillagan er sett fram með greinargerð og skipulagsuppdrætti nr. DS01, í verki 56293303, dags. 22.11.2024, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Skipulagsuppdrátturinn sýnir lóðamörk, aðkomu og bílastæði og byggingarreiti innan skipulagssvæðsins, ásamt helstu byggingarskilmálum. Í gildi er deiliskipulag Borgarmýrar 1, samþykkt 03.07.2024. Með deiliskipulagi þessu, fyrir Borgarmýri 1 og 1A, fellur fyrra deiliskipulag úr gildi.
Deiliskipulagstillagan er auglýst frá 15. janúar 2025 til og með 28. febrúar 2025.
Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna og senda inn ábendingu í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 39/2025.
Hægt er að lesa nánar um málið á vef Skagafjarðar hér: Tillaga að deiliskipulagi, Borgarmýri 1 og 1A á Sauðárkróki | Skagafjörður
