Starfamessa

Starfamessa, eitt áhersluverkefna Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2025, var haldin í dag í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Skv. skipuleggjendum er starfamessa viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla, sem og öðrum áhugasömum. Hallgrímur, byggingartæknifræðingur, og Arna Rún, tækniteiknari, stóðu vaktina fyrir hönd stofunnar.