Stafrænt deiliskipulag
Þann 1. jan. 2025 tóku gildi ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 um stafrænt deiliskipulag. Skv. lögunum skal vinna skipulagsáætlanir á stafrænu formi og skila þannig til Skipulagsstofnunar. Stafrænt skipulag merkir að skipulagsuppdrættir séu unnir í landupplýsingakerfum þar sem upplýsingar um skilmála hanga á hverjum fleti sem er afmarkaður í skipulaginu, t.d. lóðir eða byggingarreitir. Tilgangurinn með þessari þróun er að auka notagildi og auka samræmi á milli gagna. Nánar má lesa um málið hér: Stafrænt deiliskipulag | Skipulagsstofnun
Stoð verkfræðistofa hefur unnið landupplýsingar í fjölda ára og við höfum um langt skeið sent frá okkur stafræn skipulagsgögn.
Hér má sjá Björn Magnús Árnason starfsmann Stoðar vinna stafræn skipulagsgögn.