Það var líf og fjör hér á stofunni í vikunni, á sjálfan öskudag. Fjöldinn allur af grímu- og búningaklæddum krökkum lögðu leið sína til okkar og sungu í skiptum fyrir heiðarlegt Prins Póló. Eva María og Hólmfríður Addý sátu og hlustuðu, og skv. þeim mæðgum var litalagið langtum vinsælasta lagið.