Nýtt áhaldahús rís á Borgarteig
Á heimasíðu Skagafjarðar er frétt um nýtt áhaldahús sem er að rísa á Borgarteig á Sauðárkróki. Framkvæmdir hafa gengið vel og nú er búið að reisa húsið og verið að klæða það. Skv. fréttinni er vonast til að búið verði að loka húsinu fyrir áramót.
Hér má sjá fréttina inn á heimasíðu Skagafjarðar, birt með góðfúslegu leyfi þeirra: Nýtt áhaldahús rís á Borgarteig | Skagafjörður
Stoð verkfræðistofa annaðist aðalhönnun hússins og hafði umsjón með alútboði og ýmsum undirbúningi vegna framkvæmdarinnar.
Hjörvar Halldórsson tók myndirnar.