Framkvæmdir við fiskvegi
Framkvæmdir við nýja fiskvegi við Laxárvatn og Svínavatn eru komnar vel á veg. Þær hafa verið í undirbúningi í alllangan tíma, enda nauðsynlegt að fara að öllu með gát í verkefnum sem þessum. Stoð verkfræðistofa ehf., með Braga Þór Haraldsson tæknifræðing fremstan í flokki, kom að ráðgjöf og hönnun vegna jarðvinnu og fleiri þátta í framkvæmdinni.
Myndir tók Höskuldur Birkir Erlingsson. Umfjöllun um framkvæmdirnar má sjá í grein Feykis:
Nýr fiskvegur úr Laxárvatni opnaður | Feykir.is