Í október efnir BIM Ísland, sem Stoð verkfræðstofa er aðili að, til ráðstefnu sem ber heitið Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar – og er fyrir alla þá er koma að mannvirkjagerð á öllum stigum ferlisins. Ráðstefnan var einnig haldin í maí 2023 – sem þeir Hallgrímur Ingi, Þórður Karl, Sigurður Óli og Magnús Freyr sóttu. Við tökum að sjálfsögðu þátt í ár og sendum fulltrúa, enda stafræn tækni vaxandi þáttur í hönnun og mannvirkjagerð.