Auglýsing á lausum lóðum
Þann 15. janúar s.l. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar lausar lóðir til úthlutunar á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Um er að ræða einbýlishúsalóðina Laugaveg 19 í Varmahlíð, iðnaðar- og athafnalóðirnar Borgarteig 6 og Borgarsíðu 7 á Sauðárkróki og iðnaðar- og athafnalóðina Háeyri 8 á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Lóðirnar eru auglýstar frá og með 15. jan. 2025 til og með 31. jan. 2025.
Hægt er að skoða og sækja um lóðirnar á kortasjá Skagafjarðar, www.map.is/skagafjordur, með því að haka við „Lausar lóðir“ undir „Fasteignir“ í valglugganum.
Hægt er að lesa nánar um málið á vef Skagafjarðar hér: Lausar lóðir | Skagafjörður
