Verkfræðistofan hefur verið starfandi á Sauðárkróki óslitið frá 1988 og á rætur að rekja til ársins 1985. Stofan hefur sérhæft sig í fjölbreyttum verkefnum verkfræði og mannvirkja og aðallega sinnt þjónustu á Norðurlandi vestra.
Helstu verkefni hafa verið á sviði hönnunar og framkvæmda, auk ýmissa ráðgjafastarfa fyrir opinbera aðila og einstaklinga.
Á síðustu árum hafa skipulagsmál verið vaxandi þáttur í starfseminni.
Saga
Í hjarta Sauðárkróks frá 1988
1984
Verkfræðistofan á rætur að rekja til 1984 þegar Bragi Þór Haraldsson starfaði við eftirlit í tengslum við uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar hjá Fjölhönnun hf.
1985
Bragi Þór stofnar verkfræðistofuna Fjölhönnun Sauðárkróki hf. í samstarfi við Fjölhönnun hf.
1988
Verkfræðistofan Stoð sf. stofnuð af Braga Þór og Jóni Erni Berndsen. Stofan staðsett að Aðalgötu 14 – þar sem teiknistofa Árna Ragnarssonar var einnig til húsa.
1989
Verkfræðistofan og teiknistofa Árna fluttu að Aðalgötu 21.
1997
Rekstrarformi stofunnar breytt úr sf. í ehf. – kennitala Fjölhönnunar Sauðárkróki hf. notuð.
1998
Eyjólfur Þórarinsson tekur við sem framkvæmdastjóri.