Heimsókn

Nú á vordögum fengum við hóp iðnaðar- og tæknfræðinema frá Háskólanum á Akureyri í heimsókn til okkar, sem part af dagsferð hingað á Sauðárkrók. Við kynntum fyrir þeim helstu viðfangsefni stofunnar og sköpuðust góðar og gagnlegar umræður. Við fórum sérstaklega yfir hitaveituvæðingu Skagafjarðar – heppilegt að næsti viðkomustaður nemanna var einmitt Skagafjarðarveitur. Áhugasamir geta kynnt sér heimsóknina og námið hér á heimasíðu Háskólans á Akureyri:

 

Tæknifræði á Akureyri | Háskólinn á Akureyri

HA