Verkfræðistofan hefur verið starfandi á Sauðárkróki óslitið frá 1988 og á rætur að rekja til ársins 1985.
Stofan hefur sérhæft sig í fjölbreyttum verkefnum verkfræði og mannvirkja og aðallega sinnt þjónustu á Norðurlandi vestra.
Um tíu til tólf starfsmenn vinna nú að jafnaði hjá stofunni .
Verkfræðistofan STOÐ var formlega stofnuð sem sameignarfélag sumarið 1988 en í maí 1997 var rekstrinum breytt í hlutafélagsform með kennitölu 420585-0639.
Helstu verkefni hafa verið á sviði hönnunar og framkvæmda, auk ýmissa ráðgjafastarfa fyrir opinbera aðila og einstaklinga.
Frá 2004 hefur verið samstarf við Höfðahrepp um skipulags- og byggingafulltrúaþjónustu. Einnig höfum við sinnt málaflokknum tímabundið fyrir Blönduósbæ og Húnaþing vestra.
Á síðustu árum hafa skipulagsmál verið vaxandi þáttur í starfseminni.
Helstu hönnunarverkefni hafa verið :
· burðarþol og lagnir húsbygginga
· hönnun gatna og holræsakerfa
· mælingaverkefni
· kortagerð
· hafnagerð
· hita- og vatnsveitur í dreifbýli
· fráveita á Skagafirði, heildarúttekt
Helstu mælingaverkefni hafa verið :
· á sviði vega- og landmælinga.
· framkvæmdamælingar við sjóvarnargarða.
· frummælingar og kortagerð vegna stóriðjuhugmynda.
· auk þess sem stofan hefur annast gerð fjölda afstöðumynda af bújörðum og minni svæðum.
Helstu eftirlitsverkefni hafa verið :
· við dreifiveitukerfi í þéttbýli og dreifbýli.
· við sjóvarnargarða.
· við jarðvinnuverkefni.
· við virkjunarmannvirki.
· við vegagerð.
· við byggingarframkvæmdir.
Stofan hefur yfir að ráða öflugum tækjum til landmælinga auk mælingardróna, ásamt tilheyrandi úrvinnsluhugbúnaði.
Frá 1996 hefur stofan unnið að uppbyggingu landupplýsingakerfis og viðhaldi kortagrunna í Skagafirði og nágrenni.
Á síðari árum hefur einnig verið viðhaldið gögnum fyrir Blönduósbæ og Skagaströnd.
Verkfræðistofan STOÐ hefur yfir að ráða hug- og vélbúnaði til landupplýsingavinnslu og kortagerðar.
Verkfræðistofan hefur verið aðili að :
o Fyrirtækjaneti verkfræðistofa á Íslandi
o Skagafjarðarhraðlestinni, samtökum um atvinnuframfarir í Skagafirði.
o Skagfirskum verktökum ehf.