Stefnur

GÆÐASTEFNA

Starfsmönnum hjá Stoð ehf. er annt um orðsporið. Því leggjum við okkur ætíð fram um að uppfylla væntingar viðskiptavinarins og að hagkvæmni sé gætt við lausn verkefna.
Með því að ástunda heiðarleg vinnubrögð sinnum við viðskiptavinum okkar þannig að þeir vilji skipta við okkur aftur. 
Verkfærin eru gæðakerfi og handbækur vegna hönnunar-, byggingarstjórnar- og eftirlitsverkefna.

Við leggjum áherslu á að vera hagkvæmur og traustur samstarfsaðili.

Þess vegna ásetjum við okkur : 

  • Að í hverju verkefni felist áskorun og tækifæri.
  • Að fylgja verkefnum eftir allt til loka.
  • Að bregðast skjótt við óskum viðskiptavinarins og skila verkefnum á réttum tíma.
  • Að unnið sé eftir þeim stöðlum og reglum sem í gildi eru.
  • Að vera í fremstu röð hvað varðar tæki og búnað.
  • Að hafa ávallt vel þjálfað starfsfólk.
  • Að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni.
  • Að vinna stöðugt að umbótum innan fyrirtækisins með aðferðum gæðastjórnunar.

STARFSMANNASTEFNA

  • Að búa starfsmönnum aðstöðu þannig að fyrirtækið sé eftirsóknarverður vinnustaður
  • Að hvetja til stöðugrar þróunar í starfi t.d. með þjálfun og endurmenntun.
  • Að stuðla að góðum starfsanda og gagnkvæmum sveigjanleika í starfsumhverfi, þar sem þarfir fjölskyldu og vinnu fari saman.
  • Að búa starfsmönnum hvetjandi starfsumhverfi þar sem þeir efla reynslu, sjálfstæði og metnað í starfi.
  • Að stuðla að heilsueflingu starfsmanna.

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

  • Að vinna með eins fáar persónugreinanlegar upplýsingar og kostur er.
  • Að tilgangur með söfnun persónuupplýsinga sé ætíð og einvörðu til þess eins að framkvæma og efna samninga sem Stoð ehf. hefur gert, s.s. verksamninga, ráðningarsamninga og þjónustusamninga, eða til að varðveita samskiptasögu og tryggja rekjanleika.
  • Að safna aðeins þeim upplýsingum sem þörf krefur hverju sinni og eru nauðsynlegar fyrir starfsemina.
  • Að safna ekki viðkvæmum persónuupplýsingum.
  • Að miðla ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila án heimildar skv. samningum, lögum og reglum.