Fyrirtækjanet verkfræðistofa

STOРEHF var stofnaðili að samtökum sem kölluðust Fyrirtækjanet verkfræðistofa á Íslandi. 
Samtökin voru stofnuð 7. febrúar 1998 og höfðu það að markmiði að styrkja verkefnaöflun og miðla verkefnum, virkja dreifða sérfræðiþekkingu,
hugbúnað, tækjakost og reynslu sem til staðar var hjá verkfræðistofunum. 
Með samtökunum var einnig ætlunin að efla fræðslu og dreifa þekkingu innan netsins.

STOРEHF verkfræðistofa sá um netstjórn frá október 1999 til desember 2001.

Síðasti netstjóri var Bergur Steingrímsson, Verkfræðistofu Norðurlands

Fyrirtækin sem áttu stofnaðild að samtökunum voru:

Fjarhitun hf. verkfræðistofa
Forverk ehf. verkfræðistofa
LH-Tækni ehf.
Línuhönnun hf.  verkfræðistofa
Ráðgjöf sf. verkfræðiþjónusta
Stoð ehf. verkfræðistofa
Tækniþjónusta Vestfjarða ehf.
Verkfræðistofa Austurlands ehf.
Verkfræðistofa Norðurlands ehf.
Verkfræðistofa Siglufjarðar sf.
Verkfræðistofa Suðurlands ehf.
Verkfræðistofa Suðurnesja ehf.
Verkfræðiþjónusta Akraness ehf.

Samtökin lögðust ófomlega af við sameiningu nokkurra aðilanna í stærri einingar.