Stoð almennt

Verkfræðistofan STOÐ var stofnuð sem sameignarfélag sumarið 1988 en í maí 1997 var rekstrinum breytt í hlutafélagsform.

Helstu verkefni hafa verið á sviði hönnunar og framkvæmda, auk ýmissa ráðgjafastarfa fyrir opinbera aðila og einstaklinga. 
Frá 2004 hefur verið samstarf við Blönduósbæ og Höfðahrepp um byggingafulltrúaþjónustu.

Á síðustu árum hafa skipulagsmál  verið vaxandi þáttur í starfseminni.

Helstu hönnunarverkefni hafa verið :
·      burðarþol og lagnir húsbygginga
·      hönnun gatna og holræsakerfa
·      mælingaverkefni
·      kortagerð
·      hafnagerð
·      hita- og vatnsveitur í dreifbýli
·      fráveita á Skagafirði, heildarúttekt

Helstu mælingaverkefni hafa verið :
·      á sviði vega- og landmælinga.
·      framkvæmdamælingar við sjóvarnargarða.
·      frummælingar  og kortagerð vegna stóriðjuhugmynda.
·      auk þess sem stofan hefur annast gerð fjölda afstöðumynda af bújörðum og minni svæðum.

Stofan hefur yfir að ráða öflugri alstöð til landmælinga auk mælingatölvu, ásamt því að eiga mjög fullkomin GPS mælitæki og úrvinnsluhugbúnað.

Frá 1996 hefur stofan unnið að uppbyggingu landupplýsingakerfis og viðhaldi kortagrunna í Skagafirði. 
Á síðari árum hefur einnig verið viðhaldið gögnum fyrir Blönduósbæ og Skagaströnd.

Verkfræðistofan STOРhefur yfir að ráða hug- og vélbúnaði til landupplýsingavinnslu og kortagerðar.

Verkfræðistofan er aðili að :
o   Fyrirtækjaneti verkfræðistofa á Íslandi
o   Skagafjarðarhraðlestinni, samtökum um atvinnuframfarir í Skagafirði.
o   Skagfirskum verktökum ehf.

Gæða- og starfsmannastefna