Starfsmenn

Stoð ehf verkfræðistofa á Sauðárkróki hefur verið starfandi á Sauðárkróki frá 1988. Stofan hefur sérhæft sig í fjölbreyttum verkefnum verkfræðinnar og aðallega sinnt þjónustu á Norðurlandi vestra. Níu til tíu starfsmenn vinna hjá stofunni yfir vetrartímann en á sumrin hafa að jafnaði bæst við einn til tveir nemar.


Allir eiga starfsmennirnir það sameiginlegt að vera úr héraði og hafa á starfstíma stofunnar safnað á einn stað verðmætri þekkingu sem nýtist í starfi þeirra hvort heldur sem er fyrir ríki, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklinga.

Eyjólfur Þórarinsson, framkvæmdastjóri

Menntun: Húsasmíðameistari og síðar Diplomingeniør frá Danmörku 1989. Framkvæmdastjóri Stoðar frá 1998 og hefur unnið í byggingargeiranum frá 1976.

Sérhæfing: Daglegur rekstur og framkvæmdastjórnun fyrirtækisins, verkefna- og mannauðsstjórnun. Auk þess verkeftirlit og uppbygging landupplýsingakerfis.

Atli Gunnar Arnórsson, verkfræðingur

Menntun: Byggingarverkfræðingur starfandi með námi frá 2001 og fullt starf frá 2005.

Sérhæfing: Í náminu sérhæfði Atli sig í jarðvegs-verkfræði og burðarvirkjum.

Hjá Stoð hefur hann mikið sinnt lagnahönnun bæði innanhúss og á veitukerfum utandyra, svo sem hita-, vatns- og fráveitum. Annað sérsvið er vega- og gatnagerð fyrir ríki og sveitarfélög.

Bragi Þór Haraldsson, tæknifræðingur

Menntun: Starfandi tæknifræðingur frá ársbyrjun 1979.

Sérhæfing: Hefur aðallega unnið við burðavirki og mælingar m.a. framkvæmdamælingar í vega- og gatnagerð fyrir sveitarfélög og verktaka. Auk þess að teikna landbúnaðar- og atvinnuhúsnæði ásamt hönnun dreifikerfa hitaveitu.

Þórður Karl Gunnarsson, tæknifræðingur

Menntun: Byggingartæknifræðingur. Byrjaði sem sumarstarfsmaður árið 2007 en hefur unnið samfellt á stofunni frá því námi lauk árið 2010.

Sérhæfing: Viðhald og uppbygging á landupplýsinga-kerfum. Burðarþols- og lagnahönnun. Gerð byggingarlíkana (BIM-líkana) til nota við hönnun, rekstur og viðhald fasteigna.

Sigurður Óli Ólafsson, tæknifræðingur

Menntun: Byggingartæknifræðingur. Hefur unnið á stofunni frá því námi lauk árið 2016.

Sérhæfing: Burðarþols- og lagnahönnun. Sérfróður um málningarefni, undirbúning og frágang.

Björn Magnús Árnason, landfræðingur

Menntun: B.Sc í landfræði 2012 frá  Líf- og umhverfisvísindadeild, frá Háskóla Íslands. Hefur unnið hjá stofunni frá 2014
Sérhæfing: Skipulagsgerð, landupplýsingakerfi, upplýsingagreining kortagerð og mælingar

Hallgrímur Ingi Jónsson, tæknifræðingur

Menntun: Byggingartæknifræðingur og húsasmíðameistari. Hefur unnið á stofunni frá því námi lauk árið 2018.

Sérhæfing: Burðarþols- og lagnahönnunásamt mælingum. Sérfróður um fjós og aðrar landbúnaðarbyggingar.

Magnús Freyr Gíslason, Arkitekt

Menntun: Arkitekt (MA) og húsgagnasmiður. Hefur unnið á stofunni frá 2018.

Sérhæfing: Frumhönnun, gerð aðal- og verkteikninga ásamt annarri arkitektavinnu. Auk þess sérhæfður í húsavernd og endurgerð eldri húsa.

Karen Steindórsdóttir, bókhald

Karen  hefur séð um bókhald fyrirtækisins auk almennra skrifstofustarfa frá 2005.

 Arney Sindradóttir, skrifstofustjórn

Arney sér um rekstur skrifstofu og hefur unnið að sérverkefnum frá 2014.

Helga Berglind Valgeirsdóttir, umsjón með fasteign

Helga Berglind hefur séð um okkur frá 2018